Framboðsmynd

Gerum Eflingu að öflugu baráttutæki verkafólks

Við erum Baráttulistinn. Við bjóðum okkur fram til formanns og stjórnar Eflingar.

Við erum hópur Eflingarfélaga sem eigum það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu okkar. Við viljum endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu og sýna hvers við erum megnug þegar við stöndum saman.

Öll erum við verka- og láglaunafólk sem þekkjum af eigin raun áskoranir íslenska vinnumarkaðarins. Við þekkjum atvinnumissi, fordóma gegn innflytjendum, ofurálag í umönnunargeiranum, vanvirðingu fyrir kvennastörfum og grimmd húsnæðismarkaðarins.

Við höfum öll reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Eflingu, sem stjórnarmenn, trúnaðarmenn, meðlimir í samninganefndum og félagar í trúnaðarráði. Þannig höfum við líka öðlast beina reynslu af þeim miklu og jákvæðu breytingum sem hafa orðið í félaginu síðan 2018 undir nýrri forystu.

Það sem sameinar okkur meira en nokkuð annað er trúin á að umbylta félaginu og gera Eflingu að öflugu vopni í kjarabaráttu láglaunafólks. Breytingar í félaginu okkar á síðustu árum hafa gefið okkur von og sannfæringu um að þetta sé hægt. Skipulögð og einbeitt barátta skilar árangri. Við viljum byggja á þeim grunni og þess vegna viljum við starfa í stjórn Eflingar undir formennsku Sólveigar Önnu Jónsdóttur.

Hér eru nánari upplýsingar um hvert og eitt okkar. Við hvetjum alla til að fletta í gegnum síðuna til að fræðast nánar um stefnumálin okkar og hvernig hægt er að styðja við framboðið okkar.

Baráttulistinn á Facebook.

Hafa samband með tölvupósti.

Greinar

Mynd af höfundi
Sólveig Anna Jónsdóttir og Kolbrún Valvesdóttir
Sólveig Anna og Kolbrún, frambjóðendur á Baráttulistanum, telja að það sé sjálfsagður réttur lífeyrissjóðfélaga að fyrir hendi sé möguleiki á beinu sjóðfélagalýðræði sem tryggi öryggisventill gegn hugsanlegum brotum sjóðanna gegn lágmarkssiðferði og eðlilegri meðferð rekstrarfjár.
kjarninn.is
Mynd af höfundi
Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley
Sólveig Anna og Michael skrifa að stærsti lærdómurinn af baráttu Eflingarfélaga síðan 2018 sé þessi: Árangur í kjarabaráttu næst þegar félagsfólk sjálft er fjölmennt, stendur saman og þorir að stíga fram. Við viljum taka sæti í stjórn Eflingar til að standa vörð um þessi beittu og máttugu vopn. Reynslan hefur sýnt að þessi vopn skila okkur árangri og þau má aldrei taka af okkur. Þess vegna bjóðum okkur fram til stjórnar Eflingar með félögum okkar á B-listanum í komandi stjórnarkosningum.
www.visir.is
Mynd af höfundi
Olga Leonsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir og Olga Leonsdóttir hafa komist að því að róttæk stéttabarátta skili árangri. Þær hafi séð það með eigin augum og upplifað á eigin skinni. Þær hvetja allar ómissandi verkakonur að standa saman og styðja þær í baráttunni.
kjarninn.is
Mynd af höfundi
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði um launaþjófnað, stóru skömmina á íslenskum vinnumarkaði, á vef Fréttablaðsins þann 18. ágúst 2020.
www.frettabladid.is
Mynd af höfundi
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir segir í grein á Kjarnanum frá 18. september 2021 að við eigum ekki sætta okkur við það lengur að eitrun stéttskiptingarinnar og misskiptingarinnar haldi áfram að breiða úr sér. Við eigum að berjast fyrir frelsi, réttlæti og systkinalagi.
kjarninn.is